Viðskipti erlent

Sykurverð í hæstu hæðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Víða hefur orðið uppskerubrestur á sykri og því hefur sykurverð rokið upp. Mynd/ afp.
Víða hefur orðið uppskerubrestur á sykri og því hefur sykurverð rokið upp. Mynd/ afp.
Heimsmarkaðsverð á sykri rauk upp í dag og hafði ekki verið hærra í tæpa þrjá áratugi, samkvæmt frétt á vef Daily Telegraph. Pundið af sykri kostaði þá 30,6 sent en lækkaði örlítið þegar að leið á daginn.

Ástæða verðhækkunarinnar er sögð vera sú að uppskerubrestur hefur orðið í Brasilíu og minna er flutt af sykri út frá Indlandi en áður. Það hefur líka orðið uppskerubrestur í Kína, Ástralíu og Rússlandi. Brasilía er hins vegar stærsta sykurframleiðsluríkið og þess vegna vekja fréttirnar þaðan mestan ugg.

Verðhækkunin á sykri hefur orðið til þess að menn hafa áhyggjur af því að almenn verðhækkun á matvælum geti verið framundan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×