Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! 15. júní 2010 11:00 Aníta og Dean trúlofuðu sig í Mývatnssveit hjá móður Anítu í lok síðasta árs. Leikkonan Aníta Briem og unnusti hennar, leikstjórinn Dean Paraskevopoulos, ætla að gifta sig síðsumars á grísku eyjunni Santorini. Santorini var sögusvið kvikmyndarinnar Mamma mia! Aníta segir að Mamma mia! hafi þó ekki haft áhrif á val á brúðkaupsstað. „Nei, en við ætlum að fylgja fallegum sið þar sem brúðguminn og gestirnir koma og sækja brúðina heim til hennar, eða í villuna sem hún er búin að leigja," segir Aníta glettin og heldur áfram: „Við hendum þarna inn tveimur til þremur hljóðfæraleikurum og göngum öll saman á staðinn þar sem athöfnin fer fram." Aníta segir athöfnina annars eiga að vera persónulega og hlýja. „Við ætlum að skiptast á loforðum fyrir framan það fólk sem skiptir okkur máli, nánustu fjölskyldu og dásamlega vini," útskýrir Aníta og bætir við að þau ætli að sameina tvo sterka og fallega menningarheima.Brúðguminn og gestirnir koma og sækja Anítu og svo ganga allir saman í athöfnina.„Svo ætlum við að flytja út íslenska stórprestinn Pálma Matthíasson sem ætlar að gefa okkur saman á grískri eyju. Þetta er táknrænt fyrir hvernig við viljum vera saman, stolt af því hvaðan við komum og að það hafi gert okkur að því sem við erum í dag og svo fáum við líka að erfa allt það stórkostlega frá hinum," upplýsir Aníta sem segist með þessu vera að gera Dean að heiðurs-Íslendingi.„Og í staðinn fæ ég að tilheyra fólkinu sem bjó til vestræna siðmenningu." Aníta verður í brúðarkjól frá breska hönnuðinum Jenny Packham. En hún hefur komist í fjölmiðla á Íslandi fyrir að ganga í íslenskri hönnun. Ætlar hún að vera með einhverja íslenska hönnun í brúðkaupinu?„Ég er mikill aðdáandi íslenskrar hönnunar og við eigum mikið af hæfileikaríku fólki. Ég er að fara að skoða hönnuði fyrir brúðarmeyjakjólana, það er frábær hugmynd að sjá hvort þeir gætu ekki komið frá íslenskum hönnuði. Það væri fallegt."Santorini var sögusvið myndarinnar Mamma mia! sem var aðsóknarmesta myndin á Íslandi 2008.Aníta og Dean ásamt fjölskyldum og vinum ætla að dvelja á Santorini í nokkurn tíma.„Við ætlum að halda tveggja vikna brúðkaup," segir Aníta innt eftir því hvort parið ætli í brúðkaupsferð. „Og kannski stinga af hér og þar."-mmf Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Leikkonan Aníta Briem og unnusti hennar, leikstjórinn Dean Paraskevopoulos, ætla að gifta sig síðsumars á grísku eyjunni Santorini. Santorini var sögusvið kvikmyndarinnar Mamma mia! Aníta segir að Mamma mia! hafi þó ekki haft áhrif á val á brúðkaupsstað. „Nei, en við ætlum að fylgja fallegum sið þar sem brúðguminn og gestirnir koma og sækja brúðina heim til hennar, eða í villuna sem hún er búin að leigja," segir Aníta glettin og heldur áfram: „Við hendum þarna inn tveimur til þremur hljóðfæraleikurum og göngum öll saman á staðinn þar sem athöfnin fer fram." Aníta segir athöfnina annars eiga að vera persónulega og hlýja. „Við ætlum að skiptast á loforðum fyrir framan það fólk sem skiptir okkur máli, nánustu fjölskyldu og dásamlega vini," útskýrir Aníta og bætir við að þau ætli að sameina tvo sterka og fallega menningarheima.Brúðguminn og gestirnir koma og sækja Anítu og svo ganga allir saman í athöfnina.„Svo ætlum við að flytja út íslenska stórprestinn Pálma Matthíasson sem ætlar að gefa okkur saman á grískri eyju. Þetta er táknrænt fyrir hvernig við viljum vera saman, stolt af því hvaðan við komum og að það hafi gert okkur að því sem við erum í dag og svo fáum við líka að erfa allt það stórkostlega frá hinum," upplýsir Aníta sem segist með þessu vera að gera Dean að heiðurs-Íslendingi.„Og í staðinn fæ ég að tilheyra fólkinu sem bjó til vestræna siðmenningu." Aníta verður í brúðarkjól frá breska hönnuðinum Jenny Packham. En hún hefur komist í fjölmiðla á Íslandi fyrir að ganga í íslenskri hönnun. Ætlar hún að vera með einhverja íslenska hönnun í brúðkaupinu?„Ég er mikill aðdáandi íslenskrar hönnunar og við eigum mikið af hæfileikaríku fólki. Ég er að fara að skoða hönnuði fyrir brúðarmeyjakjólana, það er frábær hugmynd að sjá hvort þeir gætu ekki komið frá íslenskum hönnuði. Það væri fallegt."Santorini var sögusvið myndarinnar Mamma mia! sem var aðsóknarmesta myndin á Íslandi 2008.Aníta og Dean ásamt fjölskyldum og vinum ætla að dvelja á Santorini í nokkurn tíma.„Við ætlum að halda tveggja vikna brúðkaup," segir Aníta innt eftir því hvort parið ætli í brúðkaupsferð. „Og kannski stinga af hér og þar."-mmf
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira