Enski boltinn

Paul Hart hættur hjá QPR eftir aðeins fimm leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Hart er að yfirgefa sitt annað félag á tímabilinu.
Paul Hart er að yfirgefa sitt annað félag á tímabilinu. Mynd/AFP

Paul Hart er hættur sem stjóri Queens Park Rangers eftir aðeins fimm leiki í starfi og ástæðan er sögð vera vandamál í samskiptum við leikmenn. Hart er sjötti stjórinn sem hættir hjá QPR síðan að Flavio Briatore gerðist stjórnarformaður féalgins seint á árinu 2007.

Paul Hart hefur nú misst tvö störf á tímabilinu því hann var látinn fara frá Portsmouth í nóvember eftir aðeins 30 leiki í starfi.

Paul Hart tók við Queens Park liðinu af Jim Magilton 17. desember eftir að sá síðarnefndi hafði verið rekinn frá félaginu. Mick Harford, aðstoðarmaður Hart, stjórnar líklega liðinu í leiknum á móti Blackpool á morgun.

QPR vann einn leik, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur leikjum undir stjórn Hart. Liðið er nú í 10. sæti ensku b-deildarinnar, fjórum stigumfrá því að komast í úrslitakeppnina. Liðið hefur fengið á sig mörg mörk og varnarleikurinn hefur verið akkilesarhæll liðsins á tímabilinu.

Heiðar Helguson er leikmaður Queens Park Rangers en hann er í láni hjá Watford út þetta tímabil. Heiðar náði þó að leika einn leik undir stjórn Hart á milli þess að félögin gerðu nýjan lánsamning um áramótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×