Enski boltinn

Hicks yngri úthúðaði stuðningsmanni Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Hicks eldri, til vinstri.
Tom Hicks eldri, til vinstri. Nordic Photos / Getty Images
Tim Hicks yngri, stjórnarmaður hjá Liverpool og sonur annar eiganda félagsins, mun hafa sent stuðningsmanni Liverpool harðorðan tölvupóst nýverið.

Maður að nafni Stephen Horner sendi eigendum Liverpool og sonum þeirra tölvupóst þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum af framtíð og fjárhag félagsins.

„Ég sendi þeim einfaldlega nokkrar blaðagreinar sem myndu valda hvaða stuðningsmanni Liverpool sem er áhyggjum," er haft eftir Horner í enskum fjölmiðlum.

„Ég hafði vonast til að fá uppbyggilegt svar til baka en var móðgaður þess í stað. Ég hef engan áhuga á afsökunarbeiðni frá þeim - ég vil þá bara að þeir fari frá félaginu."

Eftir því sem kemur fram í News of the World í dag skrifaði Tom Hicks eftirfarandi (á ensku): „Blow me ****face. Go to hell. I'm sick of you."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×