Lífið

Húðflúraði eyrað á sér

Ellý Ármanns skrifar
Miley Cyrus er með húðflúr meðal annars á hendinni.
Miley Cyrus er með húðflúr meðal annars á hendinni.

Söngkonan Miley Cyrus, 17 ára, fékk sér nýtt húðflúr, orðið „Love", sem hún lét setja á eyrað á sér á dögunum.

„Það er svo mikil neikvæðni í heiminum. Það eina sem ég vil heyra er kærleikur," sagði Miley.

„Fólk segir stöðugt við mig að það heyrði einhvern segja eitthvað neikvætt um mig en ég kæri mig ekki um að heyra það því það skiptir mig alls engu máli."

„Kærleikurinn er það sem fær heiminn til að snúast og á hann eigum við að einblína."


Tengdar fréttir

Miley: Ég er engin glyðra

Táningsstjarnan Miley Cyrus hefur hneykslað marga með klæðaburði sínum á sviði undanfarið, en hann þykir afar ögrandi. Þá hefur farið fyrir brjóstið á mörgum þegar hún rekur kvenkyns dansara rembingskoss á munninn á sviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.