Enski boltinn

Enn óvissa um framtíð Dossena

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrea Dossena í leik með Liverpool.
Andrea Dossena í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður Andrea Dossena segir að mikil óvissa er um framtíð leikmannsins hjá Liverpool en hann hefur verið orðaður við nokkkur lið á Ítalíu.

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, mun vera tregur til að selja leikmenn jafnvel þótt að Dossena hafi lítið fengið að spila til þessa á leiktíðinni.

„Sem stendur er ekkert að gerast í hans málum," sagði umboðsmaðurinn við ítalska fjölmiðla. „Þetta er undir Liverpool komið og svo virðist sem að félagið ætli ekki að breyta um starfsaðferðir hvað þetta varðar."

Umboðsmaðurinn sagði einnig útilokað að hann verði lánaður annað en Liverpool er talið vilja fá hátt upp í þær sjö milljónir punda sem félagið greiddi fyrir hann þegar hann kom frá Udinese í júlí árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×