Lífið

KK til Sjanghæ í þriðja sinn

KK spilar á heimssýningunni í Sjanghæ í Kína síðar í mánuðinum.
KK spilar á heimssýningunni í Sjanghæ í Kína síðar í mánuðinum. Mynd/GVA
Tónlistarmaðurinn KK spilar á heimssýningunni í Sjanghæ í Kína síðar í mánuðinum. Með honum í för verður hljómsveit skipuð þeim Eyþóri Gunnarssyni, Ásgeiri Óskarssyni, Guðmundi Péturssyni og Sölva Kristjánssyni, syni KK.

„Það er mjög gaman að koma þangað," segir KK sem hefur tvívegis áður komið til Sjanghæ. Þetta er jafnframt fjórða ferðalagið hans til Kína. Síðast kom hann til Sjanghæ fyrir fimm árum með Magga Eiríks og spiluðu þeir á menningarhátíð í borginni við mjög góðar undirtektir. „Við urðum frægir í smátíma í Sjanghæ," segir hann og hlær.

KK og félagar fljúga út til London á föstudaginn og fara þaðan til Kína. „Þetta verða alla vega tvennir tónleikar. Við spilum 17. júní inni á svæðinu og síðan verða litlir tónleikar fyrir Íslendinga í litlum klúbbi." Heimkoma er síðan áætluð 22. júní og mun hópurinn vafalítið hafa frá mörgu skemmtilegu ævintýrinu í Sjanghæ að segja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.