Formaður Mannréttindaráðs gagnrýnir Fjölskylduhjálp harðlega 25. mars 2010 09:56 Marta Guðjónsdóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Mynd / Gunnar V. Andrésson „Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar," segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að nú fer Fjölskylduhjálp fram á vottorð frá Félagsþjónustu Reykjavíkur vilji útlendingar, sem koma oftar en einu sinni í mánuði, fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni. Ástæðan er, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur framkvæmdarstjóra Fjölskylduhjálpar, að ásókn útlendinga sé svo mikil að það bitni á Íslendingum. „Á meðan Reykjavíkurborg styrkir Fjölskylduhjálp þá má ekki mismuna fólki vegna uppruna," segir Marta en Mannréttindaráð mun funda um málið klukkan ellefu í dag. Marta segir að það þurfi skýrar reglur varðandi matarúthlutanir og hefur vissan skilning á framkvæmd Fjölskylduhjálpar en áréttar að allir verði að sitja við sama borð. Það verði ekki gert öðruvísi en með skýrum reglum. „Ég lít þetta mál alvarlegum augum," segir Marta sem finnst mismununin helst í ætt við aðskilnaðarstefnuna sem lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Búast má við bókun vegna málsins hjá fundi Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í hádeginu í dag en eins og áður hefur komið fram þá styrkir borgin Fjölskylduhjálp. Tengdar fréttir Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
„Þetta brýtur í bága við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar," segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um stefnu Fjölskylduhjálpar að hafa Íslendinga í forgangi. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að nú fer Fjölskylduhjálp fram á vottorð frá Félagsþjónustu Reykjavíkur vilji útlendingar, sem koma oftar en einu sinni í mánuði, fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni. Ástæðan er, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur framkvæmdarstjóra Fjölskylduhjálpar, að ásókn útlendinga sé svo mikil að það bitni á Íslendingum. „Á meðan Reykjavíkurborg styrkir Fjölskylduhjálp þá má ekki mismuna fólki vegna uppruna," segir Marta en Mannréttindaráð mun funda um málið klukkan ellefu í dag. Marta segir að það þurfi skýrar reglur varðandi matarúthlutanir og hefur vissan skilning á framkvæmd Fjölskylduhjálpar en áréttar að allir verði að sitja við sama borð. Það verði ekki gert öðruvísi en með skýrum reglum. „Ég lít þetta mál alvarlegum augum," segir Marta sem finnst mismununin helst í ætt við aðskilnaðarstefnuna sem lauk á tíunda áratug síðustu aldar. Búast má við bókun vegna málsins hjá fundi Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í hádeginu í dag en eins og áður hefur komið fram þá styrkir borgin Fjölskylduhjálp.
Tengdar fréttir Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. 25. mars 2010 06:00