Menntun á umbrotatímum 25. febrúar 2010 06:00 Hvernig tryggjum við öfluga og heildstæða menntun á þeim umbrotatímum sem nú eru? Þessari spurningu standa allir frammi fyrir á hverjum degi sem lifa og hrærast í menntageiranum. Flest höfum við okkar eigin reynslu af menntakerfinu og skoðanir á þessu mikilvæga verkefni og jafnvel svör við mörgum brennandi spurningum en þurfum vettvang til að þróa þær frekar og koma þeim á framfæri. Þess vegna býður menntamálaráðuneytið til opinnar umræðu á Menntaþingi þann 5. mars nk. Á undarförnum árum hefur löggjöf um menntamál verið breytt þannig að segja má að allar meginstoðir menntakerfisins hafi verið teknar til endurskoðunar. Með nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og opinbera háskóla og einnig um kennaramenntun og námsgögn má fullyrða að mörkuð hafi verið ný menntastefna. Segja má að á örfáum árum hafi verið sett heildstæð löggjöf um menntakerfið allt. Um þessar mundir er unnið að innleiðingu hinnar nýju löggjafar með útgáfu reglugerða og þróun aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Á menntaþinginu verður gerð grein fyrir þessu starfi og kynntir grunnþættir nýrrar menntastefnu og meginviðmið náms og kennslu í skólakerfinu. Þessi tímamót leyfa okkur að spyrja róttækra spurninga um fyrirkomulag náms, s.s. hvort tímabært sé að endurskoða námstíma eða skil milli skólastiga. Aðrar spurningar sem velt verður upp tengjast þeim umbrotatímum sem við lifum og þurfum að laga okkur að, s.s. hvernig við tryggjum velferð í skólum hjá nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum á sama tíma og dregið er úr útgjöldum til skólamála. Þá skiptir líka máli að reyna að sjá fyrir sér sóknarfæri íslenska skólakerfisins og hvernig skólarnir geta tekið þátt í samfélagslegu uppbyggingarstarfi á Íslandi. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í umræðunni. Upplýsingar um Menntaþing má nálgast á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Hvernig tryggjum við öfluga og heildstæða menntun á þeim umbrotatímum sem nú eru? Þessari spurningu standa allir frammi fyrir á hverjum degi sem lifa og hrærast í menntageiranum. Flest höfum við okkar eigin reynslu af menntakerfinu og skoðanir á þessu mikilvæga verkefni og jafnvel svör við mörgum brennandi spurningum en þurfum vettvang til að þróa þær frekar og koma þeim á framfæri. Þess vegna býður menntamálaráðuneytið til opinnar umræðu á Menntaþingi þann 5. mars nk. Á undarförnum árum hefur löggjöf um menntamál verið breytt þannig að segja má að allar meginstoðir menntakerfisins hafi verið teknar til endurskoðunar. Með nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og opinbera háskóla og einnig um kennaramenntun og námsgögn má fullyrða að mörkuð hafi verið ný menntastefna. Segja má að á örfáum árum hafi verið sett heildstæð löggjöf um menntakerfið allt. Um þessar mundir er unnið að innleiðingu hinnar nýju löggjafar með útgáfu reglugerða og þróun aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Á menntaþinginu verður gerð grein fyrir þessu starfi og kynntir grunnþættir nýrrar menntastefnu og meginviðmið náms og kennslu í skólakerfinu. Þessi tímamót leyfa okkur að spyrja róttækra spurninga um fyrirkomulag náms, s.s. hvort tímabært sé að endurskoða námstíma eða skil milli skólastiga. Aðrar spurningar sem velt verður upp tengjast þeim umbrotatímum sem við lifum og þurfum að laga okkur að, s.s. hvernig við tryggjum velferð í skólum hjá nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum á sama tíma og dregið er úr útgjöldum til skólamála. Þá skiptir líka máli að reyna að sjá fyrir sér sóknarfæri íslenska skólakerfisins og hvernig skólarnir geta tekið þátt í samfélagslegu uppbyggingarstarfi á Íslandi. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í umræðunni. Upplýsingar um Menntaþing má nálgast á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar