Körfubolti

Snæfell lagði Stjörnuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfelli.
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfelli. Mynd/Stefán

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Snæfells komust á topp deildarinnar með sigri á Stjörnunni á heimavelli, 114-96.

Þá vann Keflavík lið KFÍ á Ísafirði, 105-90, og Tindastóll lagði Fjölni á Sauðárkróki, 91-81.

Leikmenn Snæfells fóru þó hægt af stað í kvöld og skoruðu aðeins átta stig í fyrsta leikhluta. Þeir bættu úr því í öðrum leikhluta en Stjarnan hafði engu að síður forystu í hálfleik, 45-42.

En Snæfellingar gáfu svo allt í botn í síðari hálfleik og skoruðu þá 72 stig gegn 51 frá Stjörnunni. Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Emil Þór Jóhannsson skoruðu 21 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson nítján.

Hjá Stjörnunni voru þeir Marvin Valdimarsson og Justin Shouse stigahæstir með 25 stig hvor.

Keflavík náði undirtökunum snemma leiks á Ísafirði í kvöld og höfðu fjórtán stiga forystu í hálfleik, 46-32.

Sigurður Þorsteinsson fór mikinn með Keflavík og skoraði alls 28 stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Lazar Trifunovic skoraði 24 stig og tók tólf fráköst og Valentino Maxwell var með 22 stig.

Hjá KFÍ var Carl Josey stigahæstur með 21 stig og Nebojsa Knezevic kom næstur með átján.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×