Viðskipti innlent

Starfsemi lífeyrissjóðanna rannsökuð

Arnar Sigurmundsson er formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.
Arnar Sigurmundsson er formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Mynd/Stefán Karlsson
Rannsóknarnefnd skipuð af ríkissáttasemjara mun framkvæma úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Gert er ráð fyrir því að nefndin ljúki störfum með útgáfu skýrslu til stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða fyrir árslok 2010. Þetta kemur fram á heimasíðu landssamtakanna.

Stjórn og varastjórn Landssamtaka lífeyrissjóða ákvað á fundi sínum í lok júní að fara þessa leið og var ríkissáttasemjara falið að tilnefna þrjá einstaklinga í nefndina. Ríkissáttasemjari ákvað að verða við þessari ósk landssamtakanna og hefur tilnefnt eftirtalda einstaklinga til setu í umræddri nefnd:

Hrafn Bragason, lögfræðing og fyrrverandi hæstaréttardómara, sem verður formaður nefndarinna, Guðmund Heiðar Frímannsson, siðfræðing og prófessor við Háskólann á Akureyri og Katrínu Ólafsdóttur, hagfræðing og lektor við Háskólann í Reykjavík.

Nefndin hefur ráðið Kristján Geir Pétursson, lögfræðing, sem starfsmann nefndarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×