Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálagið hefur lækkað um 162 punkta

Skuldatryggingarálagið á Ríkissjóð Íslands stóð í gær í 320 punktum (3,20%%) og hefur það lækkað um 162 punkta frá áramótum að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.

Á sama tíma hefur krónan styrkst um ríflega 11% gagnvart helstu viðskiptamyntum. Þessi þróun er á meðal röksemda peningastefnunefndar fyrir því að ráðast í gjaldeyriskaup á millibankamarkaði, eins og fram kom í yfirlýsingu nefndarinnar á síðasta vaxtaákvörðunardegi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×