Lífið

Önnur glæpasaga Ragnars

Ragnar Jónasson í fjölskyldugírnum með dótturinni Kiru og Maríu Margréti Jóhannsdóttur.  fréttablaðið/valli
Ragnar Jónasson í fjölskyldugírnum með dótturinni Kiru og Maríu Margréti Jóhannsdóttur. fréttablaðið/valli

Útgáfuhóf var haldið í Eymundsson til að fagna annarri glæpasögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu. Ragnar er ungur lögfræðingur sem vakti athygli fyrir bókina Fölsk nóta sem kom út á síðasta ári.

Jenna Jensdóttir og Guðrún Svava Bjarnadóttir mættu í útgáfuhófið.
Snjóblinda fjallar um unga konu sem finnst á Siglufirði blóðug og hálfnakin í snjónum, nær dauða en lífi. Aldraður rithöfundur deyr á grunsamlegan hátt á æfingu hjá áhugaleikfélagi bæjarins. Ari Þór Arason, nýútskrifaður lögreglumaður, reynir að komast að því hvað er satt og hvað er logið í málunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.