Lífið

Heiða líka með í Buddy Holly

Heiða hefur bæst í glæsilegan leikhóp sýningarinnar.
Heiða hefur bæst í glæsilegan leikhóp sýningarinnar.

Söngleikurinn Buddy Holly verður frumsýndur í Austurbæ í október.

Eins og fram hefur komið fer Ingó Veðurguð með hlutverk Buddy Holly og Ólöf Jara Skagfjörð fer með hlutverk Maríu Elenu, eiginkonu Buddys.

Leikstjórinn Gunnar Helgason situr nú sveittur við að raða niður í hlutverk ásamt fleiri aðstandendum og nú er ljóst að útvarps- og leikkonan Heiða Ólafsdóttir fer með hlutverk Vicky, en hún var eiginkona upptökustjórans sem hljóðritaði lög Buddys.

Reynsluboltinn Felix Bergsson hefur einnig verið ráðinn í sýninguna, en hann fer með hltuverk Jiles Perry Richardson sem var þekktastur undir nafninu The Big Bopper. Stundin okkar virðist ætla að vera gjöful mjólkurkýr fyrir leikara í sýningunni en Jóhann G. Jóhannsson og Björgvin Franz Gíslason hafa einnig fengið hlutverk í sýningunni.


Tengdar fréttir

Veðurguð sem Buddy Holly

Verið er að undirbúa uppsetningu á söngleik um hinn vinsæla söngvara Buddy Holly í nýuppgerðum Austurbæ. Jón Ólafsson er tónlistastjóri og Gunnar Helgason mun leikstýra verkinu. Búið er að ráða í aðalhlutverkið en Ingólfur Þórarinsson poppstjarna og fótboltkappi mun bregða sér í hlutverk Buddy Holly. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann leggur leiklistina fyrir sig en Ingólfur fór með hlutverk í íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Réttur í fyrra.

Eftirsótt að leika kærustu Buddy Holly

Á sunnudaginn spreyttu um 50 stúlkur sig á hlutverki Maríu Elenu, kærustu Buddy Holly sem Ingó Veðurguð leikur í hressum söngleik Austurbæ í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.