Landsbankinn segir ógerlegt að selja Vestia í opnu söluferli Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. ágúst 2010 18:45 Landsbankinn lítur svo á að verklagsreglur Vestia um sölu eigna sem bankinn hefur tekið yfir gildi aðeins um einstakar eignir en ekki fyrirtækið í heild sinni. Bankinn hafnar því að hafa brotið verklagsreglur. Þá segja stjórnendur ómögulegt að setja Vestia í heild sinni í opið söluferli. Fyrir helgi var greint frá því að Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia eins og það leggur sig af Landsbankanum á nítján og hálfan milljarð króna, en inni í Vestia eru mörg af þekktustu fyrirtækjum landsins. Sú staðreynd að Landsbankinn ákvað að selja Vestia til Framtakssjóðsins án auglýsingar hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, gagnrýndi þetta fyrirkomulag t.d í kvöldfréttum Rúv í gær og þá hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd kallað eftir skýringum á þessu þar sem þetta sé þvert á verklagsreglur sem kynntar hafi verið. Fram kemur í verklagsreglum Vestia að selja eigi eignir með opnu og gagnsæju söluferli og að gæta eigi jafnræðis meðal kaupenda. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagði í samtali við fréttastofu að verklagsreglurnar giltu ekki um Vestia í heild sinni heldur um sölu á einstökum eignum fyrirtækisins. Kristján sagði að ekki hafi verið hægt að selja Vestia í einu lagi í opnu og gagnsæju söluferli þar sem margar eignir fyrirtækisins væru illseljanlegar. Slíkt verkefni hefði tekið mjög langan tíma bæði vegna stöðu eigna og hversu umfangsmikið slíkt verkefni væri. Bankinn væri hins vegar undir tímapressu frá Samkeppniseftirlitinu um að selja margar þessara eigna og því hafi salan á Vestia til Framtakssjóðsins reynst heppileg lausn. Kristján sagði jafnframt að verklagsreglurnar fylgdu Vestia yfir til lífeyrissjóðanna. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna málsins en ekki var orðið við þeirri ósk vegna anna Steinþórs. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28 Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Landsbankinn lítur svo á að verklagsreglur Vestia um sölu eigna sem bankinn hefur tekið yfir gildi aðeins um einstakar eignir en ekki fyrirtækið í heild sinni. Bankinn hafnar því að hafa brotið verklagsreglur. Þá segja stjórnendur ómögulegt að setja Vestia í heild sinni í opið söluferli. Fyrir helgi var greint frá því að Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia eins og það leggur sig af Landsbankanum á nítján og hálfan milljarð króna, en inni í Vestia eru mörg af þekktustu fyrirtækjum landsins. Sú staðreynd að Landsbankinn ákvað að selja Vestia til Framtakssjóðsins án auglýsingar hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, gagnrýndi þetta fyrirkomulag t.d í kvöldfréttum Rúv í gær og þá hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd kallað eftir skýringum á þessu þar sem þetta sé þvert á verklagsreglur sem kynntar hafi verið. Fram kemur í verklagsreglum Vestia að selja eigi eignir með opnu og gagnsæju söluferli og að gæta eigi jafnræðis meðal kaupenda. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagði í samtali við fréttastofu að verklagsreglurnar giltu ekki um Vestia í heild sinni heldur um sölu á einstökum eignum fyrirtækisins. Kristján sagði að ekki hafi verið hægt að selja Vestia í einu lagi í opnu og gagnsæju söluferli þar sem margar eignir fyrirtækisins væru illseljanlegar. Slíkt verkefni hefði tekið mjög langan tíma bæði vegna stöðu eigna og hversu umfangsmikið slíkt verkefni væri. Bankinn væri hins vegar undir tímapressu frá Samkeppniseftirlitinu um að selja margar þessara eigna og því hafi salan á Vestia til Framtakssjóðsins reynst heppileg lausn. Kristján sagði jafnframt að verklagsreglurnar fylgdu Vestia yfir til lífeyrissjóðanna. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna málsins en ekki var orðið við þeirri ósk vegna anna Steinþórs.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28 Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29
Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28
Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59