Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, hækkaði um 6,25 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa Icelandair Group, sem hækkaði um 3,45 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar Group um 3,33 prósent, Eik Banka um 1,81 prósent og Marels um 1,3 prósent.
Ekkert félag lækkaði í verði í dag.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,43 prósent og endaði í 944,4 stigum.