Enski boltinn

Benítez segir að það rétta í stöðunni sé að ráða Dalglish

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benítez á dögum sínum sem stjóri Liverpool.
Rafael Benítez á dögum sínum sem stjóri Liverpool. Mynd/AFP
Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool og núverandi stjóri Internazionale, segir að Liverpool eiga að ráða Kenny Dalglish sem eftirmann sinn og gleyma því að stela Roy Hodgson frá Fulham.

„Ég tel að þeir ættu að skoða það að ráða Kenny Dalglish. Hann er besti maðurinn í starfið,"sagði Rafael Benítez á blaðamannafundi þegar hann kynntur sem nýr þjálfari Evrópumeistarana.

„Eigendurnir ættu að hlusta betur á stuðningsmennina því að þeir eru mjög óánægðir. Það þekkir enginn félagið betur en Dalglish og hann myndi passa fullkomlega í starfið. Hann vill fá starfið og á að mínu mati að fá það," sagði Benítez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×