Enski boltinn

Lampard, Terry og Cole munu keppast um stjórastöðu Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard, John Terry og Ashley Cole.
Frank Lampard, John Terry og Ashley Cole. Mynd/AFP
Frank Lampard er búinn að skrá sig á þjálfaranámskeið í vor ásamt félögum sínum í Chelsea-liðinu John Terry og Ashley Cole. Hann grínaðist með það í viðtali að þeir þrír myndu síðan keppast um að verða á undan að gerast stjóri Chelsea.

„Vildi ég koma til baka og gerast stjóri Chelsea. Ég myndi elska það. Ég, Frank og Ashley Cole erum allir á leiðinni á þjálfaranámskeið í lok tímabilsins," sagði John Terry við Chelsea-blaðið.

„Við stefnum allir að því að vera komnir með þjálfaragráðu þegar við leggjum skóna á hilluna og svo munum við berjast um það hver verður fyrstur til þess að verða stjóri Chelsea," sagði Frank Lampard síðan í léttum tón í viðtali við Blues-blaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×