Líta mál Pólstjörnufangans alvarlegum augum 28. febrúar 2010 18:48 Lögreglan leitar nú að strokufanga, Guðbjarna Traustasyni, sem fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í Pólstjörnumálinu. Hann fékk dagsleyfi í gær en skilaði sér ekki á tilsettum tíma tilbaka. Guðbjarni sigldi seglskútunni sem var hlaðinn fíkniefnum frá Noregi til Fáskúrsfjarðar í lok sumars 2007. Hann var handtekinn skömu eftir skútan lagðist að bryggju og hefur verið í fangelsi síðan. Í gær fékk hann svo sitt fyrsta dagsleyfi. Hann átti að skila sér aftur á Litla-Hraun í lok dags en lét ekki sjá sig. Lögreglan hefur leitað að honum síðan en Guðbjarni er ekki kominn í leitirnar. Fangelsismálayfirvöld líta málið alvarlegum augum. „Ég held ég fari rétt með að svona hefur ekkert gerst í mörg ár. Ég held að þetta hafi síðast gerst 1995 eða 1996," segir Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun. Reglur um dagsleyfi verða endurskoðaðar í kjölfar þessa máls og Guðbjarni missir að öllum líkindum ýmis fríðindi sem hann hefur unnið sér innan veggja fangelsins. „Nei, í sjálfu sér gerist það ekki. Þetta getur haft áhrif ýmsa hluti í sambandi við meðferð hans innan fangelsisins," segir Erlendur aðspurður hvort að dómur hans verði þyngdur vegna þessa. Hann hvetur Guðbjarna til að gefa sig fram sem fyrst. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Pólstjörnufanginn ófundinn Lögreglan leitar enn að fanganum Guðbjarna Traustasyni sem hún lýsti eftir fyrr í dag. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. 28. febrúar 2010 17:42 Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögreglan leitar nú að strokufanga, Guðbjarna Traustasyni, sem fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í Pólstjörnumálinu. Hann fékk dagsleyfi í gær en skilaði sér ekki á tilsettum tíma tilbaka. Guðbjarni sigldi seglskútunni sem var hlaðinn fíkniefnum frá Noregi til Fáskúrsfjarðar í lok sumars 2007. Hann var handtekinn skömu eftir skútan lagðist að bryggju og hefur verið í fangelsi síðan. Í gær fékk hann svo sitt fyrsta dagsleyfi. Hann átti að skila sér aftur á Litla-Hraun í lok dags en lét ekki sjá sig. Lögreglan hefur leitað að honum síðan en Guðbjarni er ekki kominn í leitirnar. Fangelsismálayfirvöld líta málið alvarlegum augum. „Ég held ég fari rétt með að svona hefur ekkert gerst í mörg ár. Ég held að þetta hafi síðast gerst 1995 eða 1996," segir Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun. Reglur um dagsleyfi verða endurskoðaðar í kjölfar þessa máls og Guðbjarni missir að öllum líkindum ýmis fríðindi sem hann hefur unnið sér innan veggja fangelsins. „Nei, í sjálfu sér gerist það ekki. Þetta getur haft áhrif ýmsa hluti í sambandi við meðferð hans innan fangelsisins," segir Erlendur aðspurður hvort að dómur hans verði þyngdur vegna þessa. Hann hvetur Guðbjarna til að gefa sig fram sem fyrst.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Pólstjörnufanginn ófundinn Lögreglan leitar enn að fanganum Guðbjarna Traustasyni sem hún lýsti eftir fyrr í dag. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. 28. febrúar 2010 17:42 Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Pólstjörnufanginn ófundinn Lögreglan leitar enn að fanganum Guðbjarna Traustasyni sem hún lýsti eftir fyrr í dag. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. 28. febrúar 2010 17:42
Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54