Enski boltinn

Neill til liðs við Harry Kewell hjá Galatasaray

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Neill er fyrirliði Ástrala sem spila á HM í sumar.
Lucas Neill er fyrirliði Ástrala sem spila á HM í sumar. Mynd/AFP

Ástralski varnarmaðurinn Lucas Neill er farinn frá enska liðinu Everton til Galatasaray í Tyrklandi en þetta kom fram á heimasíðu tyrkneska liðsins í dag. Neill kom til Everton frá West Ham fyrir tímabilið og gerði eins árs samning.

Neill er 31 árs gamall og hefur spilað í ensku deildinni frá 1995. Hann byrjaði hjá Millwall en fór síðan til Blackburn árið 2001 og svo til West Ham árið 2007.

Neill mun hitta fyrir landa sinn Harry Kewell hjá Galatasaray en líkt og Neill átti Kewell einnig farsælan feril í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×