Lífið

Yahoo! velur flottustu eldgosamyndirnar

Skjámynd af vef Flickr. Hér sést mynd sem ljósmyndarinn Skarpi tók.
Skjámynd af vef Flickr. Hér sést mynd sem ljósmyndarinn Skarpi tók.
Myndavefurinn Flickr nýtur gríðarlegra vinsælda út um allan heim, enda geymir hann um fjóra milljarða mynda.

Flickr er í eign Yahoo! og hafa ritstjórar hans nú valið flottustu eldgosamyndirnar sem þar er að finna. Þær eru flestar teknar af Íslendingum og frá gosinu á Fimmvörðuhálsi, enda fór myndasafnið í loftið í fyrradag. Tæplega ein og hálf milljón manna hefur skoðað það nú þegar.

Það leynir sér þó ekki að ljósmyndararnir sem geyma myndirnar sínar þarna búa yfir mikilli færni og sumar myndirnar hreint lygilegar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×