Formúla 1

Ferrari ekki refsað meira og reglur endurskoðaðar varðandi liðsskipanir

Felipe Massa og Fernando Alonso á verðlaunapallinum í Þýskalandi í sumar.
Felipe Massa og Fernando Alonso á verðlaunapallinum í Þýskalandi í sumar. Mynd: Getty Images
FIA ákvað í dag að Ferrari yrði ekki refsað meira umfram 100.000 dala sekt, sem liðið var sektað um fyrir að beita liðsskipunum í þýska kappakstrinum á dögunum. Felipe Massa var talinn hafa hleypt Fernando Alonso vísvitandi framúr sér svo að hann fengi fleiri stig í stigamótinu að undirlagi stjórnenda liðsins. Dómarar mótsins í Þýskalandi sendu málið áfram til íþróttaráðs FIA, sem ákvað að refsa Ferrari ekki frekar, eftir ítarlega skoðun á málinu. Fjársektin stendur hins vegar. Þá segir í tilkynningu frá FIA að reglur um liðsskipanir verði endurskoðaðar og það mál verður sent áfram til nefndar, sem fjallar mun um málið. FIA mun birta ítarlega skýrslu um málið á vefsíðu sinni www.fia.com á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×