Lífið

Pamela sér eftir Tommy

Pamela Anderson segist enn sjá eftir skilnaðinum við Tommy Lee.
Pamela Anderson segist enn sjá eftir skilnaðinum við Tommy Lee.
Kynbomban Pamela Anderson segist enn hugsa til endaloka hjónabands síns og rokkarans Tommy Lee með svolítilli eftirsjá. „Ég hef verið miður mín síðustu fimmtán árin vegna skilnaðarins, aðallega vegna strákanna. Ég held ég hafi bara fest mig við hvern þann sem vildi stofna fjölskyldu með mér, en karlmennirnir sem ég laðaði að mér voru ekki draumaprinsinn sem ég hafði ímyndað mér. Nú vil ég heldur vera ein og hugsa um strákana mína. Kannski kynnist ég manni, ef ekki þá munu strákarnir sjá um mig í ellinni," sagði fyrrum Baywatch-stúlkan en hún á synina Brandon Thomas og Dylan Jagger með Tommy Lee.

Hún segir syni sína ekki eyða miklum tíma með föður sínum en vonar að það muni breytast í framtíðinni.

 „Ég held þeir muni eyða meiri tíma með honum þegar þeir eldast. Tommy verður sextán ára að eilífu en hann eyðir eins miklum tíma með þeim og hann getur. Ég hef sætt mig við það að samband okkar er það sem það er," sagði Anderson döpur í bragði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.