Viðskipti innlent

Seðlabankinn í óreglulegum kaupum á gjaldeyri

Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að ekki sé rétt að bankinn hafi byrjað boðuð gjaldeyriskaup sín á gjaldeyrismarkaðinum áður en Peningastefnunefnd ákvað upphafsdagsetningu slíkra kaupa.

Kaup Seðlabankans á gjaldeyri fyrir rúmar 700 milljónir kr. þann 25. ágúst s.l. hafi verið "óregluleg kaup" og gerð þar sem bankanum barst tilboð um þau kaup á þeim degi.

Í frétt hér á visir.is í morgun var greint frá því að Seðlabankinn hefði keypt gjaldeyri fyrir tæpan milljarð kr. í síðasta mánuði. Áður hafði bankinn boðað slík kaup til að styrkja gjaldeyrisforðann.

Peningastefnunefnd ákvað á fundi sínum þann 18. ágúst s.l. að gjaldeyriskaup Seðlabankans skyldu hefjast 31. ágúst. Þann dag keypti bankinn gjaldeyri fyrir rúmlega 260 milljónir kr.

Aðspurður um hvenær Seðlabankinn hefði síðast staðið í "óreglulegum" kaupum á gjaldeyri á þessum markaði segir Stefán Jóhann að það hafi verið fyrripart ársins 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×