Vettel: Ekki ástæða til að örvænta 15. júní 2010 09:28 Þjóðverjarnir Michael Schumacher og Sebastian Vettel hafa þekkst lengi og Schumacher spáði Vettel frama þegar hann var ungur að árum í kart kappakstri. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að ekki sé ástæða til að örvænta, þó McLaren hafi unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót. Sjálfur hefur honum ekki gengið sem best upp á síðkastið, miðað við eigin markmið, sem er meistaratitilinn. Vettel hefur aðeins unnið eitt mót. McLaren er í efsta sæti í stigamóti bílasmiða og Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn liðsins eru í fyrsta og öðru sæti í stigakeppni ökumanna. "Við vorum ekki þeir sem fólk veðjaði á fyrir mótshelgina. Við gátum ekki nýtt okkur góðan hraða bílsins með þeirri keppnisáætlun sem við ókum eftir. En þetta sýnir best hve hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Það er engin ástæða til að örvænta. Okkur hlakkar til næsta móts og búmst við framförum hvað bílinn varðar með nýjum hlutum ", sagði Vettel í frétt á autosport.com. Red Bull náði besta tíma í öllum tímatökum ársins, þar til í Kanada um helgina. Hamilton vann keppnina í Montreal, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Hamilton hefur unnið tvö mót í röð og komst þannig í efsta sæti stigalistans. Mark Webber á Red Bull hafði verið í forystu og í mótinu þar á undan voru Vettel og Webber efstir og jafnir að stigum fyrir mótið, en Vettel féll úr leik eftir árekstur. Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að ekki sé ástæða til að örvænta, þó McLaren hafi unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót. Sjálfur hefur honum ekki gengið sem best upp á síðkastið, miðað við eigin markmið, sem er meistaratitilinn. Vettel hefur aðeins unnið eitt mót. McLaren er í efsta sæti í stigamóti bílasmiða og Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn liðsins eru í fyrsta og öðru sæti í stigakeppni ökumanna. "Við vorum ekki þeir sem fólk veðjaði á fyrir mótshelgina. Við gátum ekki nýtt okkur góðan hraða bílsins með þeirri keppnisáætlun sem við ókum eftir. En þetta sýnir best hve hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Það er engin ástæða til að örvænta. Okkur hlakkar til næsta móts og búmst við framförum hvað bílinn varðar með nýjum hlutum ", sagði Vettel í frétt á autosport.com. Red Bull náði besta tíma í öllum tímatökum ársins, þar til í Kanada um helgina. Hamilton vann keppnina í Montreal, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Hamilton hefur unnið tvö mót í röð og komst þannig í efsta sæti stigalistans. Mark Webber á Red Bull hafði verið í forystu og í mótinu þar á undan voru Vettel og Webber efstir og jafnir að stigum fyrir mótið, en Vettel féll úr leik eftir árekstur.
Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti