Lífið

Heimsklassa gestakennarar í Boogie Woogie í Háskólanum

Elfar Rafn segir alla kennarana sem koma til landsins í sumar frambærilega á sínu sviði. Fréttablaðið/Valli
Elfar Rafn segir alla kennarana sem koma til landsins í sumar frambærilega á sínu sviði. Fréttablaðið/Valli

Heimsklassa gestakennarar munu kenna dansglöðum Íslendingum réttu sporin á sumarnámskeiðum Háskóladansins, sem hefjast í dag. Susanne Sandberg, Thorbjørn Urskog og Magnus Myrvold og Anita Elvedal koma til landsins koma til landsins frá Noregi og sýna réttu sporin.

„Susanne og Thorbjörn eru heims-, Norðurlanda- og Noregsmeistarar í Boogie Woogie síðustu þrjú ár. Þau eru númer tvö á heimslistanum, eru bara rétt á eftir þeim sem skipa fyrsta sætið. Aníta og Magnús eru númer þrettán en hafa ekki verið að keppa upp á síðkastið,“ segir Elfar Rafn Sigþórsson hjá Háskóladansinum.

Susanne og Thorbjörn eru Boogie Woogie dansarar en kenna Salsa og Lindy Hop í þetta sinn. Anita og Magnús kenna Boogie Woogie á sumar­námskeiðunum.

„Hinir kennararnir hafa hins vegar ekki komið hingað áður en eru allir mjög færir og frambærilegir á sínu sviði og hafa mikið fram að færa í kennslu til áhugasamra“ segir Elfar Rafn.

Sumarnámskeið Háskóladansins standa frá 15. til 20. júní. Þrátt fyrir að vera kenndur við Háskólann er dansinn opinn öllum auk þess sem dansfélagi er ekki skilyrði fyrir þátttöku. Áhugasamir geta farið á heimasíðu Háskóladansins, haskoladansinn.is. -ls






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.