Handbolti

Hornamenn ÍBV fóru á kostum í Eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ester Óskarsdóttir.
Ester Óskarsdóttir.
Hornamennirnir Þórsteina Sigurbjörnsdóttir og Guðbjörg Guðmannsdóttir skoruðu saman 18 mörk í kvöld þegar ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta eftir 36-29 sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í kvöld.

ÍBV var komið í mjög góða stöðu í hálfleik en liðið vann fyrri hálfleikinn 19-10. Þórsteina skoraði 10 mörk í leiknum en Guðbjörg gerði 8 mörk. Ester Óskarsdóttir lék einnig vel með Eyjaliðinu og skoraði 7 mörk.

Hekla Hannesdóttir skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Sandra Sif Sigurjónsdóttir var með 6 mörk.

ÍBV-liðið hefndi með þessu fyrir tap í deildarleik þessa sömu liða á dögunum en Haukar unnu 29-27 sigur í Eyjum þann 23. október síðasliðinn.

ÍBV-Haukar 36-29 (19-10)

Mörk ÍBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 10, Guðbjörg Guðmannsdóttir 8, Ester Óskarsdóttir 7, Hildur Dögg Jónsdóttir 4, Renata Kári Horvath 4, Sigríður Lára Garðarsdóttir 1, Aníta Elíasdóttir 1,

Sandra Gísladóttir 1.

Mörk Hauka: Hekla Hannesdóttir 8, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 6, Erla Eiríksdóttir 5, Þórunn Friðriksdóttir 3, Elsa Björg Árnadóttir 3, Karen Helga Sigurjónsdóttir 2, Katerina Baumruk 1, Sjöfn Ragnarsdóttir 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×