Barist um bensíndropann 15. júní 2010 06:00 Orkan Lítrinn er fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar. Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann. Sautján króna munur var á hæsta og lægsta verði á 95 oktana bensíni á Suðurlandi í gær. Munurinn var minni í öðrum landshlutum. „Menn byrja að lækka þegar styttist í ferðamannatímann. Einn byrjar og svo fylgja hinir á eftir,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann bendir á að lægsta verðið hafi í nokkur ár verið í Hveragerði. Það hafi teygt sig yfir til Selfoss. Þar er stutt á milli bensínstöðva og samkeppnin eftir því hörð. Þaðan hafi samkeppnin færst víðar, svo sem á Vesturland. Enginn verðmunur er nú á milli stærstu mönnuðu stöðvanna og ómannaðra. Í uppsveitum Árnessýslu þar sem samkeppnin er minni, er fullt listaverð í gildi. „Ef ekki væri fyrir blússandi verðstríð væri verðið nær tvö hundruð krónum á lítrann,“ segir Hermann. Hann reiknar með stöðugu verði í sumar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og Hermann; lægsta bensínverðið einskorðist við Suðurland. Þar sé stutt á milli stöðva og samkeppnisaðilar komist síður upp með verðhækkun. Hann segir svipað hafa gerst í Borgarnesi. Lítrinn er nú um fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar á landinu, þar sem hann kostar um 190 krónur. - sv, jab Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann. Sautján króna munur var á hæsta og lægsta verði á 95 oktana bensíni á Suðurlandi í gær. Munurinn var minni í öðrum landshlutum. „Menn byrja að lækka þegar styttist í ferðamannatímann. Einn byrjar og svo fylgja hinir á eftir,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann bendir á að lægsta verðið hafi í nokkur ár verið í Hveragerði. Það hafi teygt sig yfir til Selfoss. Þar er stutt á milli bensínstöðva og samkeppnin eftir því hörð. Þaðan hafi samkeppnin færst víðar, svo sem á Vesturland. Enginn verðmunur er nú á milli stærstu mönnuðu stöðvanna og ómannaðra. Í uppsveitum Árnessýslu þar sem samkeppnin er minni, er fullt listaverð í gildi. „Ef ekki væri fyrir blússandi verðstríð væri verðið nær tvö hundruð krónum á lítrann,“ segir Hermann. Hann reiknar með stöðugu verði í sumar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og Hermann; lægsta bensínverðið einskorðist við Suðurland. Þar sé stutt á milli stöðva og samkeppnisaðilar komist síður upp með verðhækkun. Hann segir svipað hafa gerst í Borgarnesi. Lítrinn er nú um fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar á landinu, þar sem hann kostar um 190 krónur. - sv, jab
Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira