Innlent

Ný rýmingaráætlun vegna eldgossins - 14 bæir enn rýmdir

MYND/Landhelgisgæslan

Á fundi Almannavarnanefndar sem haldinn var á Hellu í dag var tekin ákvörðun um þær rýmingar sem verða í gildi í nótt vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þær rýmingar sem verða í gildi í nótt eru eftirfarandi:

Lagt er fyrir eigendur sumarhúsa á hættusvæðinu að dvelja ekki í húsum sínum í nótt. Drangshliðardalur verður rýmdur.

Austur Eyjafjöll, ofan vegar:

Núpakot, Þorvaldseyri, Seljavellir og Lambafell

Austur Eyjafjöll, neðan við veg:

Önundarhorn, Berjanes, Stóra Borg, Eyvindarhólar og Hrútafell. (Ystabæli, Miðbælisbakkar engir íbúar þar).

Rýmingar í Fljótshlíð:

Rauðuskriður og Fljótsdalur,

Rýmingar í Austur-Landeyjum:

Brú, Leifsstaðir

Öðrum rýmingum er þar með aflétt. Enn er unnið á neyðarstigi og rýmt verður að nýju ef forsendur breytast.








Tengdar fréttir

Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins

Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða.

Innanlandsflug liggur niðri til kvölds

Allt innanlandsflug liggur niðri þangað til klukkan 18.15 í kvöld vegna eldgossins. Fólk er hvatt til að kynna sér tímasetningar á flugi á textavarpinu.

Gríðarlegan gosmökk leggur frá gosstöðvunum

Gríðanlegan gosmökk leggur frá gösstöðvunum í Eyjafjallajökli, segir Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem staddur er i grunnskólanum á Hvolsvelli og fylgist með því sem þar fer fram. Hann segir að ekki sjáist til gosstöðvanna frá Hvolsvelli vegna gosmakkarins. Hvasst er á Hvolsvelli og virðist áttin vera þannig að mökkinn leggi að Hvolsvelli. Þyrla flaug yfir svæðið fyrir fáeinum mínútum en gat heldur ekki séð neitt til gosstöðvanna vegna gosmakkarins.

Gossprungan í Fimmvörðuhálsi - myndskeið

TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar náði einstæðum myndum af gosinu í nótt. Í frétt á heimasíðu Gæslunnar segir að vegna hugsanlegrar ösku var farið að Krísuvík og þaðan til suðurs og 10 sjómílur suður fyrir Surtsey. Þaðan var haldið austur að jöklinum og síðan til norðurs.

Gos hafið í Eyjafjallajökli

Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf.

Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig

Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Samhæfingarfundur vegna gossins

Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður haldinn stöðufundur með vísindamönnum og öðrum sérfræðingum vegna eldgossins núna klukkan þrjú á Hellu. Á fundinum verður lagt mat á stöðuna og hvernig gosið hefur þróast.

Gosið ekki í ís

Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira.

Bændum heimilt að fara inn á lokuð svæði í birtingu

Bændum heimilt að fara inn á lokuð svæði undir Eyjafjallajökli í birtingu til þess að sinna búpeningi í birtingu. Bændur óttuðust mjög í nótt um að búfé stafaði ógn af öskufalli frá gosinu.

Gosóróinn í lægð þessa stundina

Gosóróinn í Fimmvörðuhálsi er í lægð núna. Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hann virðist minnka og vaxa á víxl. Því er ómögulegt að spá fyrir um framhald málsins. Enn mælast smáskjálftar á svæðinu. Um hádegisbil höfðu um 30 smáskjálftar mælst siðan á miðnætti í nótt.

Gosið enn í fullum gangi

Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu.

Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi

Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag.

Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu

Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang.

Þarf að fylgjast vel með öskufalli

Yfirdýralæknir og Matvælastofnun mælist til þess við bændur að þeir fylgist vel með öskufalli vegna hættu sem búfénaði getur stafað af mengun sem öskunni fylgir. Þá er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum vatns þar sem bæir eru með einkavatnsveitur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×