Viðskipti erlent

Áfram dregur úr atvinnuleysi í Danmörku

Atvinnuleysi í Danmörku heldur áfram að minnka en milli mánaðanna mars og apríl fór það úr 4,2% og niður í 4,1% sem þýðir að 114.300 manns hafi verið atvinnulausir í apríl.

Í frétt um málið á vefsíðunni epn.dk segir að þetta sé sjötti mánuðurinn í röð sem atvinnuleysið minnkar. Þessi fækkun atvinnulausra er nær eingöngu meðal karla en atvinnulausum körlum hefur fækkað um 4% frá áramótum. Hinsvegar hefur atvinnuleysi meðal kvenna staðið í stað þa þessu tímabili.

Hvað aldurhópa varðar þá minnkar atvinnuleysið mest meðal yngri launþeganna. Í aldurshópnum 25-29 ára hefur það minnkað um 5,5% og í aldurshópnum 16-24 ára um 4%.

Af landssvæðum í Danmörku er atvinnuleysið minnst á Vestur-Jótlandi en mest í Kaupmannahöfn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×