Erlent

Ungabarn sem úrskurðað var látið á lífi

Rætt var við hjónin í þættinum Today Tonight áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7.
Rætt var við hjónin í þættinum Today Tonight áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7.
Nýfætt barn sem ástralskir læknar höfðu úrskurðað látið komst aftur til lífs eftir að móðir þess hélt ungabarninu þétt upp að sér. Ýmsir telja þó að læknarnir hafi gert mistök.

Kate Ogg ól tvíbura, dreng og stúlku, á sjúkrahúsi í Ástralíu í vor en hún hafði þá einungis gengið með tvíburana í 27 vikur. Drengurinn andaði ekki og eftir um 20 mínútna baráttu var foreldrunum tilkynnt að hann væri látinn.

Kate sagði í viðtali við ástralska sjónvarpsstöð í gær að hún hafi aldrei upplifað annan eins sársauka og að henni og eiginmanni hennar hafi liðið afar illa. Kate sagðist hafa vafið drengnum, sem þau nefndu strax Jamie, í litla ábreiðu og haldið honum þétt upp að sér. Í framhaldinu hafi hjónin byrjað að tala við Jamie og sagt honum frá litlu systur hans, framtíðaráformum þeirra og hversu vænt þeim þætti um hann. Tveimur klukkustundum síðar byrjaði Jamie að sýna lífsmörk og skömmu síðar fór hann að anda eðlilega.

Jamie og systir hans eru nú fimm mánaða gömul og heilast báðum vel. Málið hefur vakið mikla athygli í Ástralíu og um leið heitar umræður. Ýmsir telja eðlilegt að beita óhefðbundunum aðferðum þegar um fyrirbura er að ræða og þá eru aðrir þeirra skoðunar að Jamie hafi allan tímann verði á lífi og að starfsfólk sjúkrahússins hafi orðið á alvarleg mistök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×