Enski boltinn

Campbell á leið til Arsenal á ný

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Campbell fagnar marki með Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2006.
Campbell fagnar marki með Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2006.

Sol Campbell virðist vera búinn að finna sér nýjan stað til þess að spila fótbolta. Hann verður á kunnuglegum slóðum enda búist við því að hann semji við sitt gamla félag, Arsenal.

Campbell mun spila með varaliði Arsenal í kvöld gegn West Ham en hann hefur æft með Arsenal frá því hann yfirgaf Notts County eftir stutta viðveru.

Campbell lék með Arsenal á árunum 2001-2006. Hann er orðinn 35 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×