Mun verjast af fullum krafti 18. maí 2010 05:00 Jón Ásgeir Jóhannesson Jón Ásgeir ætlar að verjast af fullum krafti samkvæmt yfirlýsingu frá honum. Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér yfirlýsingu vegna afsagna sinna úr stjórnum bresku fyrirtækjanna House of Fraser og Iceland Foods. Þar segir að ákvörðun um afsagnirnar hafi verið tekin í kjölfar málsóknar slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og fólki sem honum tengist. „Þessi ákvörðun er tekin með eftirsjá, til að forðast það að félögin verði fyrir óréttmætum skaða á meðan hann [Jón Ásgeir] verst ásökunum Glitnis. Hr. Jóhannesson á engin hlutabréf í félögunum," segir í yfirlýsingunni og bent er á að hann hyggist verjast af fullum krafti gegn hinum fölsku ávirðingum og árétta sakleysi sitt. Hann hyggist ekki tjá sig frekar á meðan á málarekstrinum stendur. „Þetta er ekki eingöngu að hans frumkvæði, heldur ekki síður vegna þrýstings frá okkur. Við höfum beitt okkar áhrifum í því að Jón Ásgeir gangi úr stjórnum House of Fraser og Iceland," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans. Skilanefnd bankans á hlut BG Holding, sem áður var í eigu Baugs Group, í House of Fraser og Iceland Foods og sat Jón Ásgeir í stjórnum þeirra í umboði endurskoðunarfyrirtækisins PriceWaterhouseCooper (PWC), sem fer með bú BG Holding fyrir skilanefndina. Páll segir skilanefndina hafa komið því á framfæri við forsvarsmenn PWC að Jón Ásgeir viki úr stjórnum félaganna. „Þetta er ekkert í tengslum við stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur honum," að sögn Páls. - sh/-jab Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson sendi frá sér yfirlýsingu vegna afsagna sinna úr stjórnum bresku fyrirtækjanna House of Fraser og Iceland Foods. Þar segir að ákvörðun um afsagnirnar hafi verið tekin í kjölfar málsóknar slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri og fólki sem honum tengist. „Þessi ákvörðun er tekin með eftirsjá, til að forðast það að félögin verði fyrir óréttmætum skaða á meðan hann [Jón Ásgeir] verst ásökunum Glitnis. Hr. Jóhannesson á engin hlutabréf í félögunum," segir í yfirlýsingunni og bent er á að hann hyggist verjast af fullum krafti gegn hinum fölsku ávirðingum og árétta sakleysi sitt. Hann hyggist ekki tjá sig frekar á meðan á málarekstrinum stendur. „Þetta er ekki eingöngu að hans frumkvæði, heldur ekki síður vegna þrýstings frá okkur. Við höfum beitt okkar áhrifum í því að Jón Ásgeir gangi úr stjórnum House of Fraser og Iceland," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans. Skilanefnd bankans á hlut BG Holding, sem áður var í eigu Baugs Group, í House of Fraser og Iceland Foods og sat Jón Ásgeir í stjórnum þeirra í umboði endurskoðunarfyrirtækisins PriceWaterhouseCooper (PWC), sem fer með bú BG Holding fyrir skilanefndina. Páll segir skilanefndina hafa komið því á framfæri við forsvarsmenn PWC að Jón Ásgeir viki úr stjórnum félaganna. „Þetta er ekkert í tengslum við stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur honum," að sögn Páls. - sh/-jab
Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira