Viðskipti innlent

Þrír skulda um átta hundruð milljónir

Jón ásgeir jóhannesson
Jón ásgeir jóhannesson

Ákveðið var á fundi skiptastjóra þrotabús BGE eignarhaldsfélags í gær að innheimta lán sem félagið veitti fyrrum starfsmönnum Baugs. Skuldin nemur um einum milljarði króna.

Meginþungi skuldarinnar fellur á helstu fyrrverandi stjórnendur Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformann Baugs, Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra, og Stefán H. Hilmarsson, fyrrum aðstoðarforstjóra. Hann er nú fjármálastjóri 365 miðla. Þremenningarnir áttu samtals 76 prósenta hlut í félaginu en starfsmenn Baugs afganginn.

BGE var stofnað árið 2003 utan um hlutafjáreign starfsmanna Baugs í Baugi. Kaupþing Búnaðarbanki lánaði BGE fé sem það lánaði áfram til starfsmanna til hlutabréfakaupanna. Skuldin liggur nú í bókum skilanefndar Kaupþings.

Í ársreikningum BGE má sjá að BGE greiddi upp lánið við bankann og var skuldlaust við hann í lok árs 2007. Á sama tíma hækkaði skuld BGE gagnvart Baugi. Í árslok 2008 námu heildarskuldir BGE rúmum 2,9 milljörðum króna. Eina eign félagsins voru verðlaus hlutabréf í Baugi.

Bjarni S. Ásgeirsson, skiptastjóri BGE eignarhaldsfélags, segir líklegt að einhverjir fyrrum starfsmenn Baugs semji um uppgjör skuldarinnar. Ekki megi útiloka að stærstu skuldamálin fari fyrir dómstóla.

- jab












Fleiri fréttir

Sjá meira


×