Viðskipti erlent

ECB heldur neyðarfund með evrópskum stórbönkum í dag

Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri ECB sagði síðdegis í gærdag eftir fund í æðstu stjórn bankans að ekki hefði verið rætt um kaup ECB á grískum ríkisskuldabréfum
Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri ECB sagði síðdegis í gærdag eftir fund í æðstu stjórn bankans að ekki hefði verið rætt um kaup ECB á grískum ríkisskuldabréfum
Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur boðað bankastjóra frá evrópskum stórbönkum til neyðarfundar síðdegis í dag. Þetta kemur fram í frétt á Reuters þar sem segir að stjórn ECB vilji fá mat bankastjórann á þeirri örvæntingu sem virðist hafa gripið um sig á helstu mörkuðum heimsins.

Fundurinn mun verða símafundur en ECB óskar þess að fá skoðanir og ráð frá bankastjórunum með þessum hætti.

Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri ECB sagði síðdegis í gærdag eftir fund í æðstu stjórn bankans að ekki hefði verið rætt um kaup ECB á grískum ríkisskuldabréfum og ríkisskuldabréfum frá öðrum þjóðum í suðurhluta Evrópu. Talið er að slík kaup gætu létt töluvert á stöðunni sem komin er upp.

Hagfræðingar og markaðssérfræðingar hafa kallað eftir ákveðnum viðbrögðum frá ECB og stjórnvöldum í Evrópu í fjölmiðlum í morgun. Annars sé stórhætta á að gríska kreppan breiði sig út yfir alla Evrópu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×