Innlent

Árni Bergmann sæmdur vináttuorðu Rússlands

Árni Bergmann rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri var í dag, á þjóðardegi Rússa, sæmdur vináttuorðu Rússlands.

Dimitry Medvedev forseti veitir orðuna en það var Andrey Tsyganov sendiherra sem fyrir hönd forsetans sæmdi Árna orðunni í heiðursmóttöku í rússneska sendiráðinu nú síðdegis. Árni fær vináttuorðuna fyrir framlag hans til eflingar menningartengsla Íslands og Rússlands, útbreiðslu þekkingar á rússneskri tungu, bókmenntum og menningu á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×