Golf

Tiger Woods spilar aftur eftir meiðsli

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tiger á vellinum, hress.
Tiger á vellinum, hress. GettyImages
Tiger Woods mun snúa aftur til leiks á golfvellinum í næstu viku þegar hann tekur þátt í Memorial mótinu í Ohio. Hann ætlar að spila þrátt fyrir að vera í litlu sem engu formi.

Besti kylfingur heims hefur verið í allskonar vandræðum undanfarið, innan sem utan vallar. Hann tók ekki þátt á Players Championship mótinu fræga vegna meiðsla í hálsi.

"Þó að ég sé ekki 100% heill, líður mér miklu betur og ég hlakka til að spila í næstu viku," sagði Woods sem vann Memorial mótið í fyrra með einu höggi eftir að hafa slegið 65 högg á lokahringnum.

"Læknarnir ráðlögðu mér að taka mér viku í frí og hvíla mig, sem ég gerði. Þeir létu mig gera allskyns æfingar, fá lyf auk þess sem ég fór í nudd sem ég mun halda áfram að gera," sagði Woods sem hefur aðeins spilað í þremur mótum síðan hann tók sér frí frá keppni eftir ruglið á einkalífi sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×