Enski boltinn

Alonso: Gerrard er stórkostlegur leikmaður

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Félagarnir á tíma Alonso hjá Liverpool.
Félagarnir á tíma Alonso hjá Liverpool. GettyImages
Eftir brotthvarf Rafael Benítez frá Liverpool eru nú sögusagnir á kreiki að stjörnur félagsins vilji fara annað. Þetta eru þó aðeins sögusagnir en undir þær kyndir Xabi Alonso hjá Real Madrid.

Jose Mourinho er talinn ætla sér að kaupa Daniele De Rossi frá Roma, en það gæti reynst þrautin þyngri. Steven Gerrard er varaskeifa hans og Alonso lýsir hrifningu sinni á honum í dag.

30 milljónir Evra eru taldar nægja til að kaupa Gerrard frá Liverpool.

"Við sjáum hvað gerist," sagði Alonso. "Steven er goðsögn hjá Liverpool og ég ber mikla virðingu fyrir stuðningsmönnum Liverpool og fyrir félaginu, en það er ljóst að hann er stórkostlegur leikmaður. Hann hefur ótrúlega hæfileika," sagði Alonso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×