Lífið

Stelpurnar búnar í brúnku, lit og plokkun - Ungfrú Ísland valin í kvöld

Það verður mikið um dýrðir á Broadway í kvöld þegar Ungfrú Ísland 2010 verður valin. Fegurðardísirnar sem taka þátt hafa æft stíft fyrir keppnina síðustu vikur.

„Keppendur mættu í dag í svokallað kamerurennsli og um klukkan fjögur mættu þær í hár og smink og verða svo tilbúnar í slaginn í kvöld," svarar Guðrún Möller. Hún er einn dómaranna sem velur sigurvegarann sem Ungfrú Ísland 2009, Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, krýnir í kvöld.

„Þær hafa verið að æfa stíft undanfarið. Á miðvikudaginn var generalprufa sem gekk ljómandi vel og í gær voru dómaraviðtöl. Þær eru allar búnar að fara í brúnku, lit og plokk og komnar með kjólana sína. Glæsilegar stelpur sem ætla að skemmta sér og áhorfendum á Skjá einum í kvöld," segir Guðrún.

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá myndir af keppendum.

Á morgun birtum við svo flottar myndir af keppninni og gestunum á Broadway hér á Lífinu á Vísi.







Birgitta
Dea
Elín
Erna Viktoría
Fanney
Gríma
Hlíf
Ingunn Elísabet
Íris Björk
Íris Telma
Ragnheiður
Ragna María
Sara Dögg
Sigríður Arnfjörð
Sigrún Svanhvít
Stefanía Ýrr
Steinunn Ýr
Sunneva Ósk
Svava Kristín
Þórunn

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.