Enski boltinn

Grant vonast til að geta keypt leikmenn í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, stjóri Portsmouth.
Avram Grant, stjóri Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant, knattspyrnustjóri Portsmouth, vonar að hann geti keypt leikmenn til að styrkja leikmannahóp félagsins nú í janúarmánuði.

Portsmouth má ekki kaupa leikmenn eins og er þar sem félagið á í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Eins og stendur ríkir mikil óvissa um framtíð félagsins. Grant vonar hins vegar að eigendur félagsins greiði fljótlega úr flækjunni og að kaupbanninnu verði þá aflétt.

„Ég er ekki hrifinn af því að kaupa leikmenn í janúar en við þurfum að styrkja liðið," sagði Grant. „Leikmenn eru jákvæðir og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Þeir hafa reynt að gera eins vel og þeir geta miðað við aðstæður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×