Forkastanleg vinnubrögð sérstaks saksóknara Jakob Frímann Magnússon skrifar 8. maí 2010 06:00 Hálfu öðru ári eftir hrun íslenska bankakerfisins hefur orðið háværari krafan um sýnilegan afrakstur rannsóknarvinnu sérstaks saksóknara og annarra sem treyst hefur verið til að komast til botns í meintum sakarefnum tengdum hruninu. Samkvæmt íslenskum lögum eru menn saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Speglar það ekki vissa örvæntingu og vísbendingu um getuleysi rannsóknaraðila og ákærenda að boða síendurtekið til blaðamannafunda og tilkynna að til standi að rannsaka þennan eða hinn og láta birta myndir af hinum sömu? Er sú lenska ekki með öllu óþolandi að þeir sem treyst hefur verið til svo vandasamra verka af sjálfu ríkinu skuli síendurtekið leita á náðir dómstóls götunnar í stað þess að vinna verk sín í kyrrþey, birta síðan ákærur ef einhverjar eru og láta dómstólum eftir að dæma? Við minnumst miskunnarleysis og handjárnunar vegna Hafskipsmálsins á níunda áratugnum sem síðan reyndist tilbúningur samkeppnisaðila. Lærðum við af því? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir embættis- og rannsóknarmenn hafa ítrekað beitt þeim ráðum á undanförnum árum að kalla til fjölmiðla og þar með dómstól götunnar þegar kosið hefur verið að klekkja á einhverjum ÁÐUR en rannsókn, ákæra og dómur liggur fyrir. Nægir þar að nefna innrás skattrannsóknarstjóra í Norðurljós Jóns Ólafssonar á sínum tíma, mislukkaða tilraun til að hneppa Jón Ásgeir í handjárn á Keflavíkurvelli er hann kaus á síðustu stundu að lenda í Reykjavík og fjölmarga blaðamannafundi sérstaks saksóknara, ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra á undanförnum misserum með gömlu tugguna: "Okkur grunar að þessi eða hinn eigi skilið ærlega ráðningu, við ætlum að kalla hann fyrir, rannsaka, ákæra og láta dæma ef kostur er..hmm, ..en hér er sumsé skúrkurinn !" Þessari aðferðafræði rannsóknar- og ákæruaðila hljóta allir sæmilega innrættir Íslendingar að hafna gjörsamlega og furðulegt að enginn hafi til þessa haft döngun í sér til þessa að gera það opinberlega svo eftir sé tekið. Er það ekki bein vísbending um getuleysi, kvíða og skort á sjálfstrausti sérstaks saksóknara að freistast til þess að kalla til fjölmiðla og stinga tveimur mönnum í tukthús ÁÐUR en mál þeirra hafa verið krufin til mergjar, ákæra birt og dómur upp kveðinn. Rætt hefur verið um "rannsóknarhagsmuni" en vitað er að legið hefur verið yfir þessum málum frá því í fyrra og ekkert nýtt komið fram. Kynni það að vera stærsta áhyggjuefni sérstaks saksóknara að forsíðumyndir blaðanna í gær af handtöku tveggja bankamanna verði einu handtökumyndirnar sem hann nái að kreista úr öllu sínu puði og því eins gott að grípa til krassandi PR-bragðs án tafar ? Létta aðeins á þrýstingnum? Sefa vinnuveitendur sína? Um sekt eða sakleysi umræddra aðila skal algerlega ósagt látið. Vitað er að þeir eiga börn á viðkvæmum aldri og fjölskyldur sem hljóta að vera í losti. Væri umrædd handtaka afrakstur þeirrar vinnu sem sérstökum saksóknara var sett fyrir, þ.m.t. ákæru og fenginni niðurstöðu dómstiganna tveggja gegndi öðru máli. Okkur ber að standa vörð um hugtakið réttarríki á Íslandi. Því er um þessar mundir mjög í tvísýnu teflt af embættismönnum sem ekki virðast starfi sínu vaxnir og brjóta beinlínis lög með framferði sínu. Dómsmálaráðherra ber hér eftir að víkja tafarlaust úr starfi embættismönnum sínum sem hyggjast starfa með þessum hætti. Það er einfaldlega nóg komið. Réttarríkið er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar og formaður STEF & FTT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Skoðun Vinsælast 2010 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hálfu öðru ári eftir hrun íslenska bankakerfisins hefur orðið háværari krafan um sýnilegan afrakstur rannsóknarvinnu sérstaks saksóknara og annarra sem treyst hefur verið til að komast til botns í meintum sakarefnum tengdum hruninu. Samkvæmt íslenskum lögum eru menn saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Speglar það ekki vissa örvæntingu og vísbendingu um getuleysi rannsóknaraðila og ákærenda að boða síendurtekið til blaðamannafunda og tilkynna að til standi að rannsaka þennan eða hinn og láta birta myndir af hinum sömu? Er sú lenska ekki með öllu óþolandi að þeir sem treyst hefur verið til svo vandasamra verka af sjálfu ríkinu skuli síendurtekið leita á náðir dómstóls götunnar í stað þess að vinna verk sín í kyrrþey, birta síðan ákærur ef einhverjar eru og láta dómstólum eftir að dæma? Við minnumst miskunnarleysis og handjárnunar vegna Hafskipsmálsins á níunda áratugnum sem síðan reyndist tilbúningur samkeppnisaðila. Lærðum við af því? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir embættis- og rannsóknarmenn hafa ítrekað beitt þeim ráðum á undanförnum árum að kalla til fjölmiðla og þar með dómstól götunnar þegar kosið hefur verið að klekkja á einhverjum ÁÐUR en rannsókn, ákæra og dómur liggur fyrir. Nægir þar að nefna innrás skattrannsóknarstjóra í Norðurljós Jóns Ólafssonar á sínum tíma, mislukkaða tilraun til að hneppa Jón Ásgeir í handjárn á Keflavíkurvelli er hann kaus á síðustu stundu að lenda í Reykjavík og fjölmarga blaðamannafundi sérstaks saksóknara, ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra á undanförnum misserum með gömlu tugguna: "Okkur grunar að þessi eða hinn eigi skilið ærlega ráðningu, við ætlum að kalla hann fyrir, rannsaka, ákæra og láta dæma ef kostur er..hmm, ..en hér er sumsé skúrkurinn !" Þessari aðferðafræði rannsóknar- og ákæruaðila hljóta allir sæmilega innrættir Íslendingar að hafna gjörsamlega og furðulegt að enginn hafi til þessa haft döngun í sér til þessa að gera það opinberlega svo eftir sé tekið. Er það ekki bein vísbending um getuleysi, kvíða og skort á sjálfstrausti sérstaks saksóknara að freistast til þess að kalla til fjölmiðla og stinga tveimur mönnum í tukthús ÁÐUR en mál þeirra hafa verið krufin til mergjar, ákæra birt og dómur upp kveðinn. Rætt hefur verið um "rannsóknarhagsmuni" en vitað er að legið hefur verið yfir þessum málum frá því í fyrra og ekkert nýtt komið fram. Kynni það að vera stærsta áhyggjuefni sérstaks saksóknara að forsíðumyndir blaðanna í gær af handtöku tveggja bankamanna verði einu handtökumyndirnar sem hann nái að kreista úr öllu sínu puði og því eins gott að grípa til krassandi PR-bragðs án tafar ? Létta aðeins á þrýstingnum? Sefa vinnuveitendur sína? Um sekt eða sakleysi umræddra aðila skal algerlega ósagt látið. Vitað er að þeir eiga börn á viðkvæmum aldri og fjölskyldur sem hljóta að vera í losti. Væri umrædd handtaka afrakstur þeirrar vinnu sem sérstökum saksóknara var sett fyrir, þ.m.t. ákæru og fenginni niðurstöðu dómstiganna tveggja gegndi öðru máli. Okkur ber að standa vörð um hugtakið réttarríki á Íslandi. Því er um þessar mundir mjög í tvísýnu teflt af embættismönnum sem ekki virðast starfi sínu vaxnir og brjóta beinlínis lög með framferði sínu. Dómsmálaráðherra ber hér eftir að víkja tafarlaust úr starfi embættismönnum sínum sem hyggjast starfa með þessum hætti. Það er einfaldlega nóg komið. Réttarríkið er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar og formaður STEF & FTT.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun