Innlent

Vilja draga skattahækkanir til baka og skapa 22 þúsund störf

Það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem kynnti hugmyndir þingflokksins.
Það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem kynnti hugmyndir þingflokksins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti hugmyndir þingflokks Sjálfstæðisflokksins í dag, sem þeir kalla „að gefa heimilunum von".

Þar kemur fram að þingflokkurinn vill að skattahækkanir verði dregnar til baka á næstu tveimur árum.

Þá vill þingflokkurinn einnig nýta auðlindirnar og skapa þar með 22 þúsund störf innan þriggja ára. Að auki vill flokkurinn útrýma fátæktargildrum.

Flokkurinn vill auka þorskafla um 35 þúsund tonn og hverfa frá fyrningarleiðinni. Þá leggur þingflokkurinn til að greitt verði fyrir framkvæmdum í Helguvík og komið á orkufreku verkefni á Bakka.

Að auki leggur flokkurinn til að arðbærum framkvæmdum í samvinnu við lífeyrissjóði og aðra verði hrint í framkvæmd.

Þingsályktunartillaga hvað þetta varðar verður lögð fram um leið og þing kemur saman á fimmtudaginn

Hér fyrir neðan má lesa óbreytta tilkynningu frá flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×