Mikið hass fannst í skattsvikarannsókn 17. september 2010 05:45 Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla rannsaki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið út rúmlega 270 milljónir króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einn þeirra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahagsbrot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið," segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grunur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisaukaskatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum." Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu í aðgerðum hennar á þriðjudag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenningarnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsóknarstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskattskyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lögreglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endurheimtur og einn þáttur rannsóknarinnar snúi einmitt að því að komast að því hvað hafi orðið um féð.- jss, sh Fréttir Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Sjá meira
Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla rannsaki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið út rúmlega 270 milljónir króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einn þeirra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahagsbrot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið," segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grunur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisaukaskatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum." Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu í aðgerðum hennar á þriðjudag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenningarnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsóknarstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskattskyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lögreglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endurheimtur og einn þáttur rannsóknarinnar snúi einmitt að því að komast að því hvað hafi orðið um féð.- jss, sh
Fréttir Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Sjá meira