Skyndilegt verðfall verður kannað 8. maí 2010 09:15 Spenntir í kauphöllinni. Eftir verðfallið á fimmtudag ríkti veruleg spenna í kauphöllinni í New York í gær.nordicphotos/AFP -AP- Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að fjármálaeftirlit landsins reyni nú að komast til botns í því hvað olli skyndilegu verðfalli á verðbréfamörkuðum á fimmtudaginn. Dow Jones-vísitalan hrapaði um nærri þúsund punkta, og hefur fallið aldrei fyrr verið jafn mikið á einum degi. Markaðurinn náði þó að endurheimta tvo þriðju verðfallsins aftur áður en dagurinn var á enda. Í fyrstu héldu menn að ástæðan væri almenn spenna á fjármálamörkuðum sem stafar ekki síst af áhyggjum af stöðu evrunnar og áhrifum skuldavanda Grikkja á hana. Síðan kom upp sú saga að verðbréfamiðlari hefði óvart gert sölutilboð upp á 16 milljarða dali, en í raun hafi hann einungis ætlað að gera sölutilboð upp á 16 milljónir. Ekki er vitað hvað hæft er í þessu, en þetta ætlar fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sem sagt að kanna. Mikill órói var áfram á mörkuðum vestra í gær, þrátt fyrir góð tíðindi af atvinnumálum í Bandaríkjunum sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu átt að stappa í menn stálinu. Dow Jones-vísitalan hrapaði um heil 280 stig snemma dags en hafði að mestu náð sér aftur síðdegis. Svipaða sögu er að segja af öðrum vísitölum, þótt umrótið á þeim hafi ekki verið jafn mikið.- gb Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
-AP- Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að fjármálaeftirlit landsins reyni nú að komast til botns í því hvað olli skyndilegu verðfalli á verðbréfamörkuðum á fimmtudaginn. Dow Jones-vísitalan hrapaði um nærri þúsund punkta, og hefur fallið aldrei fyrr verið jafn mikið á einum degi. Markaðurinn náði þó að endurheimta tvo þriðju verðfallsins aftur áður en dagurinn var á enda. Í fyrstu héldu menn að ástæðan væri almenn spenna á fjármálamörkuðum sem stafar ekki síst af áhyggjum af stöðu evrunnar og áhrifum skuldavanda Grikkja á hana. Síðan kom upp sú saga að verðbréfamiðlari hefði óvart gert sölutilboð upp á 16 milljarða dali, en í raun hafi hann einungis ætlað að gera sölutilboð upp á 16 milljónir. Ekki er vitað hvað hæft er í þessu, en þetta ætlar fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sem sagt að kanna. Mikill órói var áfram á mörkuðum vestra í gær, þrátt fyrir góð tíðindi af atvinnumálum í Bandaríkjunum sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu átt að stappa í menn stálinu. Dow Jones-vísitalan hrapaði um heil 280 stig snemma dags en hafði að mestu náð sér aftur síðdegis. Svipaða sögu er að segja af öðrum vísitölum, þótt umrótið á þeim hafi ekki verið jafn mikið.- gb
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira