Fótbolti

Prandelli: Vafadómar féllu þeim í vil

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cesare Prandelli.
Cesare Prandelli. Nordic photos/AFP

„Ef við spilum aftur eins og spiluðum í kvöld og verðum jafn skipulagðir og baráttuglaðir þá hef ég ekki áhyggjur. Við getum vel komist áfram í 8-liða úrslitin," sagði Cesare Prandelli, knattspyrnustjóri Fiorentina, eftir 2-1 tap liðs síns gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Allianzx-leikvanginum í kvöld.

Bæjarar voru sterkari aðilinn í leiknum og voru meira með boltann en leikmenn Fiorentina voru fastir fyrir og flest benti til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli. Heimamenn skoruðu hins vegar sigurmarkið í blálokinn en þá voru gestirnir búnir að missa mann af velli með rautt spjald fyrir fremur litlar sakir.

„Vafadómar féllu þeim í vil í kvöld og það var ekki nógu gott jafnvægi í dómgæslunni," sagði Prandelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×