Bréf til hægrimanna Jóhann Páll Jóhannsson og Ólafur Kjaran Árnason skrifar 25. júní 2010 06:15 Kæru hægrimenn. Hugsjónir ykkar hafa átt stóran þátt í lífskjarabótum og framförum síðari alda. Því er brýnt að á Alþingi Íslendinga sitji traustir og marktækir málsvarar einstaklingsframtaks og markaðsfrelsis. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem kennir sig við hægristefnu. Þingmenn flokksins eru sextán talsins. Þeirra á meðal eru Ásbjörn Óttarsson, sem játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti, Árni Johnsen, dæmdur þjófur og Sigurður Kári Kristjánsson sem þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upplýsa hverjir styrkveitendurnir voru. Einnig situr Guðlaugur Þór Þórðarson enn á þingi, en hann þáði tæplega 25 milljónir í styrki fyrir prófskjörsbaráttu sína árið 2006, að mestu leyti frá útrásarvíkingum. Sama ár hafði hann milligöngu um 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins. Styrkirnir eru sérstaklega vafasamir í ljósi þess að styrkveitendur höfðu beinna hagsmuna að gæta í ýmsum deilumálum þessara ára. Þegar þannig er í pottinn búið leitar orðið mútur óhjákvæmilega á hugann. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarformaður N1, eins stærsta olíufyrirtækis á Íslandi. Fleiri framámenn flokksins tengjast ýmsum vafasömum viðskiptaævintýrum fortíðarinnar, en erfitt er að ímynda sér að fólk í slíkri stöðu geti með trúverðugum hætti tryggt heilbrigða samkeppni í anda hægristefnu.Ólafur KjaranSjálfstæðismenn hafa haft undirtökin á Íslandi síðustu áratugi. Eftirfarandi dæmi eru lýsandi fyrir starfshætti flokksins. Í valdatíð hans stóðu stjórnvöld tryggilega vörð um kvótakerfið með tilheyrandi braski, veðsetningu aflaheimilda og skuldsetningu í sjávarútvegi. Þá skal nefna þau forkastanlegu vinnubrögð sem viðhöfð voru við einkavæðingu bankanna, en eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á voru lögmál markaðarins þar að engu höfð. Að sögn Steingríms Ara Arasonar sem sat í Einkavæðingarnefnd var hér um pólitíska ákvörðun að ræða; Landsbankinn var ekki einu sinni seldur hæstbjóðanda heldur hreinlega afhentur flokksgæðingum. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn sat við völd var Ísland gert að stuðningsaðila ólöglegs innrásarstríðs í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda óbreyttra borgara lífið. Loks ber að geta REI-málsins þegar reynt var að koma orkufyrirtækjum í hendur útrásarvíkinga á undirverði. Stuttu síðar afhjúpuðu sjálfstæðismenn valdagræðgi sína með meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Ofangreind vinnubrögð hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki. Nú er landsfundur Sjálfstæðisflokksins á næsta leiti. Undirritaðir hvetja sjálfstæðismenn til að horfast í augu við afglöp liðinnar tíðar, uppræta spillinguna og gera róttækar breytingar á starfsháttum og forystu flokksins. Takist það ekki hljóta heiðarlegir og réttsýnir hægrimenn að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Ef hægrimenn vilja láta taka mark á sér er kannski eðlilegast að þeir stofni nýtt stjórnmálaafl. Öllum ætti að vera ljóst að það er gjörsamlega ósamrýmanlegt að berjast fyrir betra þjóðfélagi en styðja um leið spilltan og siðlausan stjórnmálaflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Kæru hægrimenn. Hugsjónir ykkar hafa átt stóran þátt í lífskjarabótum og framförum síðari alda. Því er brýnt að á Alþingi Íslendinga sitji traustir og marktækir málsvarar einstaklingsframtaks og markaðsfrelsis. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem kennir sig við hægristefnu. Þingmenn flokksins eru sextán talsins. Þeirra á meðal eru Ásbjörn Óttarsson, sem játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti, Árni Johnsen, dæmdur þjófur og Sigurður Kári Kristjánsson sem þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upplýsa hverjir styrkveitendurnir voru. Einnig situr Guðlaugur Þór Þórðarson enn á þingi, en hann þáði tæplega 25 milljónir í styrki fyrir prófskjörsbaráttu sína árið 2006, að mestu leyti frá útrásarvíkingum. Sama ár hafði hann milligöngu um 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins. Styrkirnir eru sérstaklega vafasamir í ljósi þess að styrkveitendur höfðu beinna hagsmuna að gæta í ýmsum deilumálum þessara ára. Þegar þannig er í pottinn búið leitar orðið mútur óhjákvæmilega á hugann. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarformaður N1, eins stærsta olíufyrirtækis á Íslandi. Fleiri framámenn flokksins tengjast ýmsum vafasömum viðskiptaævintýrum fortíðarinnar, en erfitt er að ímynda sér að fólk í slíkri stöðu geti með trúverðugum hætti tryggt heilbrigða samkeppni í anda hægristefnu.Ólafur KjaranSjálfstæðismenn hafa haft undirtökin á Íslandi síðustu áratugi. Eftirfarandi dæmi eru lýsandi fyrir starfshætti flokksins. Í valdatíð hans stóðu stjórnvöld tryggilega vörð um kvótakerfið með tilheyrandi braski, veðsetningu aflaheimilda og skuldsetningu í sjávarútvegi. Þá skal nefna þau forkastanlegu vinnubrögð sem viðhöfð voru við einkavæðingu bankanna, en eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á voru lögmál markaðarins þar að engu höfð. Að sögn Steingríms Ara Arasonar sem sat í Einkavæðingarnefnd var hér um pólitíska ákvörðun að ræða; Landsbankinn var ekki einu sinni seldur hæstbjóðanda heldur hreinlega afhentur flokksgæðingum. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn sat við völd var Ísland gert að stuðningsaðila ólöglegs innrásarstríðs í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda óbreyttra borgara lífið. Loks ber að geta REI-málsins þegar reynt var að koma orkufyrirtækjum í hendur útrásarvíkinga á undirverði. Stuttu síðar afhjúpuðu sjálfstæðismenn valdagræðgi sína með meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Ofangreind vinnubrögð hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki. Nú er landsfundur Sjálfstæðisflokksins á næsta leiti. Undirritaðir hvetja sjálfstæðismenn til að horfast í augu við afglöp liðinnar tíðar, uppræta spillinguna og gera róttækar breytingar á starfsháttum og forystu flokksins. Takist það ekki hljóta heiðarlegir og réttsýnir hægrimenn að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Ef hægrimenn vilja láta taka mark á sér er kannski eðlilegast að þeir stofni nýtt stjórnmálaafl. Öllum ætti að vera ljóst að það er gjörsamlega ósamrýmanlegt að berjast fyrir betra þjóðfélagi en styðja um leið spilltan og siðlausan stjórnmálaflokk.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar