Innlent

Eyjafjallajökull er tískuorð ársins og Jónsi á eitt besta lagið

Valur Grettisson skrifar
Eldgosið var tilkomumikið.
Eldgosið var tilkomumikið.

Orðið Eyjafjallajökull kemst á topp tíu lista bandaríska Time tímaritsins yfir tískuorð ársins árið 2010. Þá kemst tónlistarmaðurinn Jónsi, oftast kenndur við Sigur Rós, einnig á blað með eitt af tíu bestu lögum ársins að mati Times.

Listinn heitir einfaldlega topp tíu listi yfir allt. Listinn samanstendur af tíu bestu hlutum yfir fjölmarga hluti. Þannig kemst orðið Eyjafjallajökull á blað yfir tískuorð ársins. Eða Æjafalajokul, eins og erlendir fréttamenn báru það fram.

Í umsögn um orðið segir að það hafi verið á tungubroddi allra, en enginn gat borið það fram slysalaust. Því verðskuldi það sinn sess á topp tíu listanum enda stöðvaði það flugsamgöngur í Evrópu.

Orðið sem trónir á toppnum er hinsvegar yfir hinn alræmda lúður kenndur við Vuvuzela, sem margir muna eftir frá heimsmeistaramótinu í fótbolta í Suður-Afríku.

Það er svo tónlistarmaðurinn Jónsi sem kemst á lista yfir topp tíu lög ársins.

Það er lagið Animal Arithmetic sem kemst á listann. Í umsögn um lagið segir að það kalli fram þá sérkennilegu tilfinningu að hlaupa niður brekku þar til maður missir stjórn á löppunum án þess að detta.

Listarnir eru bráðskemmtilegir og má nálgast þá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×