Fótbolti

The Sun bað Nicklas Bendtner afsökunar í blaði sínu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner fagnar einu marka sinna í gær.
Nicklas Bendtner fagnar einu marka sinna í gær. Mynd/AP

Nicklas Bendtner varð í gær fyrsti Daninn og aðeins annar leikmaður Arsenal til að skora þrennu í Meistaradeildinni þegar liðið vann 5-0 sigur á Porto í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum.

Bendtner var gagnrýndur harðlega í ensku miðlunum eftir leikinn á móti Burnley um helgina þar sem hann fór illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. The Sun fór einna lengst í gagnrýni sinni og þeirra svar við þrennu Danans í gær var að biðja hann afsökunar í morgun og það í fyrirsögn.

„Herra Nicklas Bendtner: Afsökunarbeiðni," stóð í fyrirsögn greinarinnar og í henni sjálfri skrifar blaðamaður The Sun.

„Við töldum það að Bendtner gæti ekki hitt rassgat á belju jafnvel þótt að hann héldi í halann á henni en í gær sýndi hann að hann er besti framherjinn sem hefur spilað á Emirates-vellinum," segir meðal annars í The Sun sem er sveiflast heldur betur í skoðun sinni á Dananum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×