Lífið

Ótrúlegt en satt - Jordan vill smekklegt brúðkaup

Jordan með Peter Andre á giftingadaginn haustið 2005.
Jordan með Peter Andre á giftingadaginn haustið 2005. Mynd/ITV

Breska raunveruleikastjarnan Jordan, eða Katie Price, er síst þekkt fyrir smekklegan stíl. Hún giftist glímukappanum Alex Reid í Las Vegas eftir tvær vikur og kom brúðkaupsráðgjafanum í verulega klemmu með nýjustu bón sinni.

Í stað hinnar hefðbundnu, yfirkeyrðu smekkleysu vill hún smekklega veislu og kjól. Sagan segir að hún hafi uppgötvað ágæti þess að vera í almennilegum fötum þegar hún fór á BAFTA-verðlaunahátíðina fyrir tveimur vikum.

Búast má við því að saumakonurnar þurfi að setja í annan gír við þessa u-beygju Jordan en frægt var þegar hún giftist Peter Andre í bleikum rjómabollukjól með þúsundum Swarowski-kristala áföstum.

Síðast mætti Jordan í athöfnina í þessum bleika vagni.
Jordan og Reid giftu sig með lítilli viðhöfn í Las Vegas í febrúar. Þau halda nú brúðkaupið aftur til að bjóða vinum og auðvitað sjónvarpsvélum en breska sjónvarpsstöðin ITV2 pungaði út 113 milljónum króna fyrir myndir af athöfninni og undirbúningnum.

Sjónvarpsstöðin ætlar að klippa saman þrjá þætti með efni úr brúðkaupinu. Í haust mætir Jordan síðan aftur á skjáinn í þáttaröð þar sem fylgst verður með brúðkaupsferðinni og þegar hún og Reid flytja í nýtt hús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.