Lífið

Heitt bað, naglalakka mig, lesa góða bók og hugleiða

Drew Barrymore fær mest út úr því að vera með ástvinum.
Drew Barrymore fær mest út úr því að vera með ástvinum.

„Ég er ótrúlega heppin að fá að vera í nánu sambandi við ástvini mína sem veita mér nærandi félagsskap. Það eru mínar gæðastundir," sagði Drew Barrymore leikkona.

Okkur lék forvitni á að vita hvernig lesendur Lífsins eyða tíma sínum í svokallaðar „gæðastundir" og hvort þeir gefi sér tíma fyrir sjálfa sig.

Við gerðum könnun á síðunni okkar á Facebook. Viðbrögðin voru góð og svörin létu ekki á sér standa. Eins og sjá má eru gæðastundirnar mismunandi:



„Þegar tími gefst finnst mér gott að fara í heitt bað, naglalakka mig, lesa góða bók og hugleiða svo eitthvað sé nefnt."

„Finnst algjört quality time þegar ég er að gera mig til fyrir næturlífið, finnst svo gaman að mála mig og gera mig sæta..."

„Fer í ræktina og dekra við sjálfa mig."

„Gott bað og svo sófinn.. fjarstýringarnar.. Desperate housewifes væri fínt.. popp í skál og smá súkkulaði og frið."

„Hangi... set á mig góðan maska! Borða ís og hlusta á tónlist mjög hátt og dilla mér."

„Kaffi & sígó. Lesa austræna heimspeki, hugleiða eða fara í sund."

„Taka tryllt dansspor í stofunni með popptónlist í botni og sleif í hönd! Ekkert betra en að fá smá útrás þannig."

„Góð tónlist, allgjört dekur, fót- og handsnyrting með hvítvínsglas, andlitsmaski og heitt bað. Bara ljúft, eitt svona kvöld í viku takk fyrir."

„Kombó af rauðvíni, súkkulaði (t.d. chili súkkulaðinu frá Lindt ;-) og góðu les- eða sjónvarpsefni og FRIÐI."

„Fer í sund og syndi í svona klukkutíma hugsa mikið og fæ góða útrás... væri snilld að geta haft tónlist í eyrunum í sundi þá væri minn metime fullkomnaður."

„Sofa!! hef engan annan tíma fyrir sjálfa mig."

Við þökkum ykkur öllum fyrir þátttökuna. Núna stendur yfir val á best klæddu konu Íslands. Taktu þátt hér.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.